Federico Chiesa, leikmaður Liverpool, mun taka sæti landa síns, Giovanni Leoni, í Meistaradeildarhópnum á þessari leiktíð eftir að sá síðarnefndi sleit krossband.
Chiesa var ekki í upprunalega hópnum sem var gefinn út rétt eftir gluggalok.
Það kom svo sem lítið á óvart þar sem Chiesa hefur ekki spilað stóra rullu í liðinu síðan hann kom frá Juventus á síðasta ári.
Hinn 18 ára gamli Leoni var í hópnum, en hann sleit krossband í frumraun sinni í 2-1 sigrinum á Southampton í gær og getur Liverpool því tekið inn mann í hans stað.
Samkvæmt Fabrizio Romano mun Liverpool taka Chiesa inn í hópinn eftir frábæra frammistöðu hans síðustu vikur. Hann skoraði mikilvægt þriðja mark gegn Bournemouth í fyrstu umferðinni og lagði upp bæði mörkin gegn Southampton í gær.
Mikil orka hefur verið í Ítalanum sem er loksins farinn að sýna sitt rétta andlit.
Athugasemdir