Fyrsta umferð í deildarkeppni Evrópudeildarinnar lýkur í kvöld með níu leikjum og eru nokkrir spennandi slagir á dagskrá.
Freyr Alexandersson þreytir frumraun sína sem þjálfari í deildarkeppni Evrópudeildarinnar með Brann er það heimsækir Lille í Frakklandi.
Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson spila báðir með Brann og þá er Hákon Arnar Haraldsson lykilmaður hjá Lille.
Aston Villa tekur á móti Bologna á Villa Park. Villa-menn hafa byrjað brösuglega í ensku úrvalsdeildinni og vonast þeir til að koma tímablinu almennilega í gang í leiknum í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos heimsækja Young Boys í Sviss og þá verður Kolbeinn Birgir Finnsson væntanlega í leikmannahópnum hjá Utrecht sem fær Lyon í heimsókn.
Leikir dagsins:
16:45 Go Ahead Eagles - Steaua
16:45 Lille - SK Brann
19:00 Salzburg - Porto
19:00 Aston Villa - Bologna
19:00 Young Boys - Panathinaikos
19:00 Ferencvaros - Plzen
19:00 Rangers - Genk
19:00 Stuttgart - Celta
19:00 Utrecht - Lyon
Athugasemdir