Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 07:55
Fótbolti.net
Gunnar Freyr dæmir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins
Gunnar Freyr Róbertsson.
Gunnar Freyr Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víkingur Ólafsvík og Tindastóll frá Sauðárkróki í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á hybrid grasi Laugardalsvallar.

Ólafsvíkurliðið er í 2. deild en Tindastóll er í 3. deild.

Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það Selfoss sem fagnaði sigri gegn KFA í úrslitaleik.

Búið er að opinbera hverjir munu sjá um dómgæsluna í leiknum.

Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Aðstoðardómarar: Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson
Varadómari: Gunnar Oddur Hafliðason


Eftirlitsmaður KSÍ: Þórður Ingi Guðjónsson
Eftirlitsmaður Fótbolta.net: Mikael Gunnar Stefánsson
Athugasemdir
banner