Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Zola sér um að aka golfbíl á Ryder-bikarnum
Ítalarnir Molinari og Zola eru góðir vinir.
Ítalarnir Molinari og Zola eru góðir vinir.
Mynd: Instagram
Chelsea goðsögnin Gianfranco Zola er óvænt í starfsliði Evrópuliðsins á Ryder-bikarnum í golfi. Hann er undir stýri sem ökumaður golfbíls Francesco Molinari.

Zola er 59 ára og var á sínum tíma ein skærasta stjarna enska boltans en hann vann tvo FA-bikara, deildabikar og Evrópubikar sem leikmaður Chelsea.

Zola hefur ekki starfið í fótboltanum síðan hann var aðstoðarþjálfari hjá Chelsea 2019 en hann er mikill golfáhugamaður og hann og Molinari eru góðir vinir.

„Ég vissi ekki að hann væri að fara að mæta og varð stjörnustjarfur þegar ég sá hann. Hann var einn fyrsti maðurinn sem ég rakst á," segir kylfingurinn Justin Rose sem keppir fyrir Evrópu og er Chelsea stuðningsmaður.



Athugasemdir
banner