Man Utd vill Kane - Arsenal hefur áhuga á Yildiz - Villa vill kaupa Sancho
   fim 25. september 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Efnilegur markvörður framlengir við KA
Mynd: KA
Markvörðurinn ungi og efnilegi, Jóhann Mikael Ingólfsson, hefur framlengt samning sinn við KA til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jóhann Mikael er 18 ára gamall og kemur upp úr yngri flokka starfi KA.

Hann er einn efnilegasti markvörður landsins og lék meðal annars sinn fyrsta deildarleik með KA á síðasta ári er hann kom inn á í 2-1 sigri á Vestra, þá aðeins 17 ára gamall.

Jóhann hefur verið á bekknum í nokkrum leikjum með KA á þessari leiktíð, meðal annars gegn Silkeborg í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Markvörðurinn hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og lék fyrstu leiki sína með U17 ára landsliðinu í vetur.

Á síðasta ári varð hann Íslandsmeistari með 2. flokki KA og stóð þá á milli stanganna í fyrri leiknum gegn FS Jelgava í Evrópukeppni unglingaliða á dögunum.
Athugasemdir
banner