Englandsmeistarar LIverpool ætla að bjóða enska miðjumanninum Curtis Jones nýjan samning en þetta herma heimildir blaðamannsins Graeme Bailey.
Jones er 24 ára gamall og uppalinn hjá Liverpool en hann hefur komið að 41 marki í þeim 185 leikjum sem hann hefur spilað með enska félaginu.
Miðjumaðurinn hefur komið við sögu í sex leikjum með Liverpool á þessari leiktíð og ætlar félagið að verðlauna hann með nýjum samningi.
Graeme Bailey segir félagið vera að undirbúa nýjan langtímasamning, en núverandi samningur hans rennur út sumarið 2027.
Jones hefur ekki tekist að festa hlutverk í byrjunarliðinu. Gæðin eru til staðar en stöðugleikinn er það ekki og bindur félagið vonir við að hann nái tökum á þeim hluta leiksins í framtíðinni.
Miðjumaðurinn varð Evrópumeistari með U21 árs landsliði Englendinga fyrir tveimur árum og á þá 6 A-landsleiki og 1 mark fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir