Galdur Guðmundsson, sóknarmaður KR, verður ekki meira með á tímabilinu.
Galdur glímir við meiðsli á læri og verður frá næstu tvo mánuðina vegna þeirra. Hann fór meiddur af velli gegn Víkingi fyrr í þessum mánuði.
Galdur glímir við meiðsli á læri og verður frá næstu tvo mánuðina vegna þeirra. Hann fór meiddur af velli gegn Víkingi fyrr í þessum mánuði.
Galdur er fæddur árið 2006 og var keyptur til KR frá danska félaginu Horsens í sumar. Hann á að baki 19 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af einn fyrir U21 landsliðið, og hefur í þeim skorað fjögur mörk.
Hann kom við sögu í fimm leikjum með KR og skoraði í þeim eitt mark; sigurmarkið gegn Fram.
KR er sem stendur í fallsæti og á gríðarlega mikilvægan leik gegn gegn ÍA á Akranesi á laugardag.
Athugasemdir