Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. október 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte aðeins tilbúinn að gera undantekningu fyrir Man Utd
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano, sem er mjög áreiðanlegur fjölmiðlamaður, segir að Antonio Conte sé klár í að ræða við Manchester United um að taka við liðinu.

Það er mjög heitt undir Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, þessa stundina eftir 0-5 tap gegn erkifjendunum í Liverpool í gær.

Conte hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Internazionale í maí en hann gerði liðið að meisturum. Conte vann Englandsmeistaratitilinn með Chelsea 2017 og FA-bikarinn ári síðar.

Romano segir að það sé ekki stíll Conte að taka við liði á miðju tímabili en eina félagið sem hann sé tilbúinn að gera undantekningu fyrir sé Manchester United.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn sagði fyrir rúmum klukkutíma að engar viðræður væru enn hafnar. Stjórn Man Utd væri enn að ræða saman um hvað væri best að gera í stöðunni sem er komin upp.


Athugasemdir
banner
banner