Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. október 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Enginn fundur hefur verið planaður hjá stjórn Man Utd
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Það er ekkert sem bendir til þess að Ole Gunnar Solskjær verði rekinn úr stjórastól Manchester United í dag.

Fabrizio Romano segir á Twitter að ekki sé búið að plana neinn fund innan stjórnarinnar hjá United en það ætti að skýrast á næstu klukkustundum eða dögum hvort það breytist eitthvað.

Hann bendir á að hingað til hafi stjórnin varið Solskjær og staðið þétt með honum.

Gary Neville telur að Solskjær verði ekki rekinn eftir tapið í gær.

„Þeir eru ekki að fara að stökkva á neinn. Þeir munu halda sig við Ole og hann verður að vinna eitthvað á þessu tímabili. Hjá öllum öðrum félögum væri hann í vandræðum," segir Neville.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner