Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Klopp ekki stressaður fyrir úrslitaleikinn - Lagði sig í tvo tíma
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki hafa verið stressaður fyrir leikinn gegn Tottenham í úrslitum Meistaradeildarinnar í sumar. Liverpool vann 2-0 og Klopp náði að fagna sigri í Meistaradeildinni eftir að hafa áður tapað úrslitaleikjum með Liverpool og Dortmund.

„Við erum öll manneskjur og það er eðlilegt að hafa efasemdir. Ég var hræddur við þessa þrjá eða fjóra tíma sem ég var einn inni á hótelherbergi fyrir úrslitaleikinn því ég talaði ekki við neinn. Vanalega sat ég bara á stól eða í rúminu og undirbjó mig," sagði Klopp.

„En daginn sem úrslitaleikurinn var fór ég í herbergið mitt og svaf í tvo tíma. Ég kom sjálfum mér á óvart. Ég vaknaði og var ennþá í góðu skapi. Ég hef ekki hugmynd um hverju það gerðist. Ég var ekki að neyða sjálfan mig til að vera í góðu skapi. Ég var bara spenntur fyrir leiknum."

„Þetta kemur til út af trúnni og traustinu sem ég hef á þessum strákum. Þú getur aldrei tryggt að þú vinnir en við gerum það besta úr þessu. Ég var mjög jákvæður fyrir leikinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner