Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 25. nóvember 2021 15:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver er Ralf Rangnick?
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur talað vel um Rangnick.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur talað vel um Rangnick.
Mynd: Getty Images
Tuchel, stjóri Evrópumeistara Chelsea, lærði af Rangnick.
Tuchel, stjóri Evrópumeistara Chelsea, lærði af Rangnick.
Mynd: Getty Images
Rangnick er sagður áhugasamur um að taka við Man Utd.
Rangnick er sagður áhugasamur um að taka við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick er við það að taka við Manchester United út yfirstandandi tímabil.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn síðasta sunnudag og hefur stjóraleit staðið yfir síðan. Mauricio Pochettino hefur verið mikið orðaður við félagið en Paris Saint-Germain er ekki tilbúið að hleypa honum í burtu á miðju tímabili.

Ragnick mun taka við þjálfun liðsins út tímabilið og svo kemur nýr stjóri inn næsta sumar. Rangnick var með það skilyrði að hann fái svo starf í kringum fótboltamál félagsins, í líkingu við yfirmann knattspyrnumála. Hann mun fá sex mánaða samning um að þjálfa liðið og svo fær hann annan tveggja ára samning í ráðgjafastarfi á bak við tjöldin.

En hver er Ralf Rangnick?
Það kemur kannski á óvart fyrir suma að Rangnick sé nefndur í tengslum við eins stórt starf og hjá Manchester United. Hann er alls ekki stærsta nafnið í fótboltaheiminum... en hann er gríðarlega virtur á meðal bestu knattspyrnustjóra heims.

Rangnick, sem er 63 ára gamall, náði ekki langt sem leikmaður. Hann byrjaði fljótlega að hugsa um leikinn frá strategísku sjónarhorni og fór að þjálfa.

Hann byrjaði langt niðri í stiganum og vann sig upp. Hann tók við Stuttgart 1999, svo stýrði hann Hannover, Schalke í tvígang, Hoffenheim og RB Leipzig. Hjá RB Leipzig var hann líka yfirmaður íþróttamála og núna er hann í svipuðu hlutverki hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi þar sem hann starfar á bak við tjöldin við að móta stefnu og leikmannamál.

Stærstu titlarnir sem Rangnick hefur unnið á þjálfaraferli sínum eru Intertoto-bikarinn með Stuttgart árið 2000 og þýski bikarinn með Schalke árið 2011. Það kannski fælir frá Manchester United að einhverju leyti, en hann gæti komið inn með eitthvað sem Man Utd hefur vantað frá því Sir Alex Ferguson steig til hliðar: Stefnu, innan sem utan vallar.

Rangnick hefur verið kallaður „prófessorinn" og það eru fáir einstaklingar sem hafa haft eins mikil áhrif á nútímafótbolta og hann. Hann er sagður upphafsmaður 'gegenpressing' leikstílsins - hápressunnar sem Jurgen Klopp hefur notast við með frábærum árangri hjá Liverpool.

Hann er sagður hafa veitt þjálfurum á borð við Thomas Tuchel, Julian Nagelsmann, Ralph Hasenhüttl, og Klopp innblástur.

„Hann er einn besti, ef ekki besti þýski þjálfarinn," sagði Klopp um Rangnick fyrir nokkrum árum. Þegar Klopp segir það, þá hlustarðu.

Þegar hann var yfir fótboltamálum hjá Red Bull, þá hjálpaði Rangnick RB Leipzig að verða að því félagi sem það er í dag. Hann byggði upp grunninn og í dag er Leipzig eitt sterkasta félagslið Þýskalands. Það er ekki bara Leipzig sem nýtur góðs af hugmyndum Rangnick. „Enginn maður hefur haft meiri áhrif á hvernig fótbolti hefur þróast og er spilaður í þýsku úrvalsdeildinni en hann," skrifaði Raphael Honigstein í grein fyrir The Athletic á síðasta ári.

Rangnick er kröfuharður og trúir á sína aðferðaferði. Hann hikar ekki við að kenna öðrum sínar aðferðir þegar hann sér tækifæri til þess. „Hann er mjög, mjög kröfuharður, en það er aldrei persónulegt. Hann vill að verkefnið taki alltaf skref áfram. Ég man að liðið vann einu sinni 7-0. Hann var ekki alveg ánægður. Honum fannst við geta skorað fjögur eða fimm mörk í viðbót," segir þjálfarinn Oliver Glasner sem lærði af Rangnick.

Rangnick hefur fengið stórkostlega leikmenn eins og Erling Haaland, Joshua Kimmich og Dayot Upamecano í sín lið. En hann er ekki bara góður í að finna leikmenn, hann er líka með auga fyrir góðum þjálfurum. Rangnick gaf Thomas Tuchel, stjóra Chelsea, sitt fyrsta tækifæri í þjálfun. Hann getur því hjálpað við að finna næsta stjóra United ef hann kemur inn hjá félaginu.

Það er ljóst að Rangnick væri sérlega góð lausn fyrir United; að taka við liðinu út tímabilið og fara svo í hlutverk á bak við tjöldin að móta stefnu - sem er svo mikil þörf á hjá félaginu. Hann var orðaður við Chelsea áður en Tuchel tók við á síðasta ári, en var ekki tilbúinn að taka við út tímabilið og fara svo. Hann þarf að fá stórt verkefni og félag sem hefur vantað skýra stefnu innan sem utan vallar í átta ár, passar við það.
Enski boltinn - Talandi um endastöð og stefnuleysi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner