fim 25. nóvember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Moyes hvílir lykilmenn í kvöld
Antonio hefur skorað sjö mörk á tímabilinu.
Antonio hefur skorað sjö mörk á tímabilinu.
Mynd: EPA
Klukkan 17:45 í dag mætast Rapid Vín og West Ham í Evrópudeildinni en Hamrarnir hafa þegar tryggt ser sæti í útsláttarkeppninni og með sigri í Austurríki tryggir liðið sér toppsæti H-riðils.

Í ljósi þess að West Ham er öruggt áfram hefur David Moyes stjóri liðsins ákveðið að hvíla sóknarmanninn Michail Antonio og markvörðinn Lukasz Fabianski í leiknum.

„Við verðum að horfa fram í tímann og á þá leikjadagskrá sem bíður okkar," segir Moyes en West Ham er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar og heimsækir Manchester City á sunnudag og mætir Brighton í næstu viku.

Það er útgöngubann gildandi í Austurríki vegna Covid-19 og leikurinn í Vín í dag verður því leikinn bak við luktar dyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner