Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Afríkukeppnin: Slök vítaspyrna Bailly kostaði Fílabeinsströndina - Egyptar áfram
Eric Bailly tók slakt víti og kostaði Fílabeinsströndina í kvöld
Eric Bailly tók slakt víti og kostaði Fílabeinsströndina í kvöld
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah klikkaði ekki á punktinum
Mohamed Salah klikkaði ekki á punktinum
Mynd: Getty Images
Fílabeinsströndin 0 - 0 Egyptaland (4-5, eftir vítaspyrnukeppni)

Egyptaland er komið í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar eftir að hafa unnið Fílabeinsströndina í vítaspyrnukeppni, 5-4. Staðan var markalaust eftir venjulegan leiktíma en Eric Bailly var sá eini sem klúðraði af vítapunktinum.

Omar Marmoush átti þrumuskot í slá á 17. mínútu af löngu færi áður en Mohamed Salah kom sér í fínt færi fimm mínútum síðar en Sangare varði boltann yfir markið.

Nafni hans, Ibrahima Sangare, átti besta færi Fílabeinsstrandarinnar í fyrri hálfleik er hann reyndi hjólhestaspyrnu, en það var ekki mikil á reynsla fyrir Mohamed El Shenawi í markinu.

Sebastian Haller komst nálægt því að koma Fílabeinsströndinni yfir á 70. mínútu eftir hornspyrnu en El Shenawi varði meistaralega.

Trezeguet kom inná sem varamaður hjá Egyptum tveimur mínútum síðar og það tók hann aðeins mínútu að koma sér í dauðafæri á móti El Shenawi en skot hans framhjá markinu. Sex mínútum síðar varði hann vel frá Wilfried Zaha.

Markvörðurinn meiddist nokkrum sinnum í leiknum og var spurður margsinnis hvort hann vildi fá skiptingu en alltaf neitaði hann. Eftir mikla baráttu neyddist hann hins vegar til að fara af velli og kom Remember Gabaski undir lok leiksins.

Ekkert var skorað í framlengingunni og fengu liðin alveg færi til þess og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá málin. Egyptar skoruðu úr öllum vítunum á meðan Eric Bailly, varnarmaður Manchester United, reyndist skúrkurinn með hreint út sagt ömurlegu víti sem Gabaski varði. Mohamed Salah skoraði úr síðasta víti Egypta og kom þeim áfram.

Egyptaland mætir Marokkó í 8-liða úrslitum mótsins.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Nicolas Pepe
1-1 Zizo
2-1 Ibrahima Sangare
2-2 El Soleya
2-2 Gabaski ver frá Bailly
2-3 Omar Kamal
3-3 Maxwel Cornet
3-4 Mohamed Abdel Monem
4-4 Wilried Zaha
4-5 Mohamed Salah
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner