Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 19:15
Fótbolti.net
Hver mun taka við ÍA? - Nöfn sem eru líklega á blaði
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrði ÍA í bikarúrslitaleikinn í fyrra þar sem liðið tapaði gegn Víkingi.
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrði ÍA í bikarúrslitaleikinn í fyrra þar sem liðið tapaði gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn eru í leit að þjálfara.
Skagamenn eru í leit að þjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Skagamenn eru skyndilega komnir í þjálfaraleit eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson lét af störfum til að taka við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands. ÍA bjargaði sér frá falli úr efstu deild á æsilegan hátt á síðasta tímabili og spennandi að sjá hver mun stýra liðinu á komandi tímabili.

Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari stýrir æfingum ÍA þar til nýr aðalþjálfari verður ráðinn. Samkvæmt tilkynningu frá ÍA er vonast til þess að þau mál klárist á næstu dögum.

Hvaða nöfn eru á blaði hjá stjórnendum ÍA? Fótbolti.net spáir í spilin til gamans,



Jón Þór Hauksson er fyrsti kostur í hugum margra. Þessi fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins skrifaði undir nýjan samning við Lengjudeildarlið Vestra fyrir þetta tímabil, hann er því í starfi og ÍA þyrfti að fá hann lausan. En það má gera ráð fyrir því að erfitt verði fyrir Jón Þór að segja nei ef heimabærinn kallar.



Fótboltagoðsögnin Sigurður Jónsson er að þjálfa 2. flokk ásamt því að vera í stöðu sem afreksþjálfari félagsins. Hann var aðstoðarþjálfari Jóa Kalla en samstarfsörðugleikar gerðu að verkum að hann fór í annað hlutverk innan félagsins. Verður að teljast ansi líklegur í þetta starf.



Ólafur Kristjansson er frekar ólíklegur kostur en mögulega munu Skagamenn reyna að sannfæra hann. Ólafur hefur verið án starfs í nokkurn tíma en meðal annars verið orðaður við starf yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ. Það yrði óvænt ef hann væri til í að taka verkefninu á Akranesi en búist er við því að ÍA verði aftur í fallbaráttu.



Jóhannes Harðarson er Skagamaður sem hefur fest rætur í Noregi og þjálfar lið Flöy í þriðju efstu deild. Hann er fyrrum þjálfari ÍBV og Start. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá ÍA í vetur.



Gæti Ejub Purisevic haldið aftur vestur á leið? Ejub náði mögnuðum árangri hjá Víkingi Ólafsvík og var aðstoðarmaður Þorvalds Örlygssonar hjá Stjörnunni í fyrra. Hann starfar í unglingastarfinu í Garðabænum.

Önnur nöfn sem hafa borið á góma: Pétur Pétursson, Gunnlaugur Jónsson, Luka Kostic, Stefán Gíslason, Guðjón Þórðarson, Guðlaugur Baldursson, Ásmundur Haraldsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner