Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Tilboði Tottenham í Díaz hafnað - Liverpool og City vilja Tielemans
Powerade
Luis Díaz er orðaður við Tottenham.
Luis Díaz er orðaður við Tottenham.
Mynd: EPA
Youri Tielemans.
Youri Tielemans.
Mynd: Getty Images
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Bernd Leno.
Markvörðurinn Bernd Leno.
Mynd: Getty Images
Brenden Aaronson.
Brenden Aaronson.
Mynd: EPA
Díaz, Bentancur, Tielemans, Ndombele, Orsic, Alli, Aubameyang og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Nú styttist heldur betur í annan endann á janúarglugganum.

TIlboði Tottenham upp á 38 milljónir punda í kólumbíska vængmanninn Luis Díaz (25) var hafnað af Porto. (Guardian)

Aston Villa færist nær samkomulagi um kaup á úrúgvæska miðjumanninum Rodrigo Bentancur (24) frá Juventus. (Football Insider)

Newcastle mun ekki kaupa brasilíska varnarmanninn Diego Carlos (28) þar sem Sevilla hefur ákveðið að halda honum. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Newcastle. (Fabrizio Romano)

Newcastle er ekki tilbúið að borga þá upphæð sem Manchester United fer fram á til að fá Jesse Lingard (29) lánaðan. (Athletic)

Newcastle hefur gert um 30 milljóna punda tilboð í brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (24) hjá Lyon. (Guardian)

Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum (31) hjá Paris St-Germain er opinn fyrir því að fara til Arsenal. (Sky Sports)

Liverpool og Manchester City eru félögin sem hafa mestan áhuga á belgíska miðjumanninum Youri Tielemans (24) hjá Leicester. (Fichajes)

Juventus hefur gert samkomulag um kaup á Dusan Vlahovic (21) frá Fiorentina og gert þar með út um vonir Arsenal sem hefur reynt að fá serbneska sóknarmanninn. (Goal)

Everton hefur áhuga á franska miðjumanninum Tanguy Ndombele (25) hjá Tottenha. (Sky Sports)

Brighton er að fylgjast með Dele Alli (25), miðjumanni Tottenham, og skoðar að gera lánstilboð í hann. Burnley, Everton og Newcastle hafa einnig áhuga. (Mail)

Southampton er einnig að íhuga að gera tilboð í Dele Alli. (Telegraph)

Burnley er nálægt því að tryggja sér króatíska miðjumanninn Mislav Orsic (29) frá Dinamo Zagreb. (Sky Sports)

Dominic Calvert-Lewin (24) sóknarmaður Everton, Ruben Neves (24) miðjumaður Wolves og Douglas Luiz (23) miðjumaður Aston Villa eru á óskalista sem Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur teiknað upp. (Athletic)

Brentford hefur boðið hærra tilboð í miðjumanninn Brennan Johnson (20) hjá Nottingham Forest. Newcastle er einnig að horfa til Walesverjans. (Independent)

West Ham íhugar að gera tilboð í króatíska varnarmanninn Duje Caleta-Car (25) en 20 milljóna punda verðmiði Marseille er fælandi. (TalkSport)

Farhad Moshiri, eigandi Everton, ætlar að fara gegn ráðum stjórnarinnar og ráða Vitor Pereira sem nýjan stjóra. Stjórnarmenn félagsins vilja að tekinn verði meiri tími áður en ákvörðun verði tekin. (Mirror)

Newcastle mun ekki fá miðjumanninn Robin Gosens (27) frá Atalanta þar sem Þjóðverjinn færist nær Juventus. (Goal)

Bernd Leno (29), markvörður Arsenal, vill komast frá Emirates. Newcastle hefur áhuga á að fá þann þýska lánaðan út tímabilið. (football.london)

AC Milan hefur áhuga á að fá Pierre-Emerick Aubameyang (32) frá Arsenal. Sagt er að þessi sóknarmaður frá Gabon hafi hafnað tilboði frá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. (Football Italia)

Bandaríski miðjumaðurinn Brenden Aaronson (21) hjá Red Bull Salzburg vill ekkert tjá sig um áhuga Leeds United. (Yorkshire Post)

Tottenham er í viðræðum við Fiorentina um lánssamning fyrir marokkóska miðjumanninn Sofyan Amrabat (25). (Standard)

Aaron Ramsey (31), miðjumaður Wales, verður geymdur utan leikmannahóps Juventus ef hann fer ekki í þessum mánuði. Talað hefur verið um áhuga frá Crystal Palace, Newcastle og Burnley. (Il Bianconero)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner