Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. janúar 2023 14:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal verði að greiða riftunarverð vilji það Zubimendi
Mynd: EPA
Real Sociedad hefur sagt við Arsenal að ef enska félagið ætli sér að fá Martin Zubimendi frá Sociedad verði það að greiða riftunarverð fyrir leikmanninn. Það er Times á Englandi sem segir frá þessu.

Spænski miðjumaðurinn er með ákvæði í samningi sínum um að félagið verði að samþykkja tilboðið ef það hljóðar upp á 60 milljónir evra, sem eru tæplega 53 milljónir punda.

Mikel Arteta vill fá inn miðjumann fyrir gluggalok og hefur liðið verið orðað við þá nokkra. Glugginn lokar næsta þriðjudagskvöld.

Mo Elneny meiddist á hné og verður mögulega frá út tímabilið. Hjá Arsenal eru því ekki margir kostir í stöðunni ef þeir Granit Xhaka eða Thomas Partey meiðast. Partey hefur haldist heill meirihluta tímabilsins en hann hefur reglulega verið meiddur frá komu sinni til félagsins frá Atletico Madrid fyrir tveimur árum síðan.

Arsenal hefur verið orðað við Eduardo Camavinga, Youri Tielemans, Moises Caicedo, Amadou Onana, Weston McKennie og Declan Rice undanfarnar vikur.

Zubimendi er 23 ára miðjumaður sem kom inn í aðallið Sociedad árið 2019. Árið 2021 lék hann sinn eina landsleik fyrir Spán til þessa.
Athugasemdir
banner
banner