Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 26. janúar 2023 12:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gordon fjarverandi á æfingu þriðja daginn í röð
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því í dag að Anthony Gordon hefði ekki æft með liðinu í dag. Það er þriðji dagurinn í röð sem Gordon er fjarverandi þegar liðið æfir saman.

Í gær var greint frá því að Gordon myndi æfa með liðinu í dag en ekkert varð úr því.

Miðjumaðurinn hefur ekki mætt á æfingu eftir að Frank Lampard var rekinn á mánudag.

Mikill áhugi er á honum frá öðrum félögum og hafa Newcastle og Chelsea verið hvað mest orðuð við hann.

Hann er 21 árs og verður fróðlegt að sjá hvort hann verði hjá Everton þegar glugginn lokar næsta þriðjudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner