Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   sun 26. janúar 2025 16:31
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tvö vítaspyrnumörk tryggðu Roma stigin þrjú - Fyrsti útisigurinn í níu mánuði
Artem Dovbyk skoraði úr seinna vítinu
Artem Dovbyk skoraði úr seinna vítinu
Mynd: EPA
Udinese 1 - 2 Roma
1-0 Lorenzo Lucca ('38 )
1-1 Lorenzo Pellegrini ('50 , víti)
1-2 Artem Dovbyk ('64 , víti)

Ítalska liðið Roma er á flottu skriði í Seríu A en liðið vann fjórða sigur inn í síðustu sex leikjum er það lagði Udinese að velli, 2-1, í Udine í dag.

Lorenzo Lucca kom Udinese yfir á 38. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Klaufagangur í vörn Udinese varð liðinu að falli í dag en liðið fékk á sig tvær vítaspyrnu á fjórtán mínútum.

Christian Kabasele handlék boltann í teignum á 50. mínútu og skoraði Lorenzo Pellegrini úr spyrnunni og þá braut Razvan Sava, markvörður Udinese, á Stephan El Shaarawy í teignum.

Úkraínski sóknarmaðurinn Artem Dovbyk fór á punktinn í þetta sinn og setti boltann örugglega í hægra hornið á meðan Sava skutlaði sér í hitt hornið.

Leikmenn Roma gátu leyft sér að fagna í leikslok því þetta var fyrsti útisigur liðsins síðan í apríl á síðasta ári. Roma er í 9. sæti með 30 stig en Udinese í 11. sæti með 26 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 23 17 3 3 38 16 +22 54
2 Inter 23 15 6 2 56 22 +34 51
3 Atalanta 23 14 5 4 49 26 +23 47
4 Juventus 24 10 13 1 41 21 +20 43
5 Fiorentina 23 12 6 5 40 23 +17 42
6 Lazio 23 13 3 7 40 31 +9 42
7 Bologna 22 9 10 3 35 27 +8 37
8 Milan 22 9 8 5 33 24 +9 35
9 Roma 23 8 7 8 34 29 +5 31
10 Udinese 23 8 5 10 28 36 -8 29
11 Torino 23 6 9 8 24 27 -3 27
12 Genoa 23 6 8 9 21 32 -11 26
13 Verona 23 7 2 14 26 48 -22 23
14 Lecce 23 6 5 12 18 41 -23 23
15 Como 24 5 7 12 28 40 -12 22
16 Empoli 23 4 9 10 22 33 -11 21
17 Cagliari 23 5 6 12 24 38 -14 21
18 Parma 23 4 8 11 29 42 -13 20
19 Venezia 23 3 7 13 22 38 -16 16
20 Monza 23 2 7 14 20 34 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner