Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. febrúar 2020 14:07
Elvar Geir Magnússon
Bjórsala leyfð á norskum fótboltaleikjum
Púbbinn leyfður í Noregi!
Púbbinn leyfður í Noregi!
Mynd: Getty Images
Stjórn norska knattspyrnusambandsins samþykkti einróma að aflétta banni á sölu á bjór á fótboltavöllum í landinu.

Hingað til hefur bjórinn aðeins verið leyfður á sérstökum VIP svæðum en nú geta allir vallargestir, sem náð hafa aldri, fengið sér einn kaldan.

Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins. segir að einhver félög hafi reyndar selt bjór undanfarin ár án þess að það hafi verið umdeilt eða skapað vandræði. En nú sé þetta orðið löglegt.

Bæjaryfirvöld á hverjum stað verða reyndar að gefa grænt ljós á söluna svo ekki er ljóst hvort bjórinn verði á öllum völlum.

„Þessi ákvörðun var alls ekki umdeild og allir voru sammála um að aflétta banninu," segir Bjerketvedt.

Leif Øverland, er framkvæmdastjóri norsks Toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga landsins. Hann fagnar þessari ákvörðun.

„Það á ekki að gera upp á milli hefðbundinna vallargesta og þeirra sem eru í VIP. Þeir sem borga fyrir miðana sína hafa ekki getað keypt sér vínglas eða bjór," segir Øverland.
Athugasemdir
banner
banner
banner