Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. febrúar 2020 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Gerrard fer áfram með sína menn
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Mynd: Getty Images
Braga 0 - 1 Rangers (samalangt 2 - 4)
0-1 Ryan Kent ('61 )

Rangers frá Skotlandi varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Braga frá Portúgal er úr leik.

Ástæðan fyrir því að leikurinn var ekki á morgun, eins og aðrir leikir í Evrópudeildinni, er sú að þá á Porto heimaleik í nálægð við heimavöll Braga. Umferðarkerfið og mannafli lögreglunnar ræður ekki við að báðir leikirnir séu á sama tíma.

Fyrri viðureign Rangers og Braga var hörkuskemmtilegur en Steven Gerrard og lærisveinar unnu 3-2 sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Það var allt opið fyrir leikinn í kvöld, en Rangers gerði vel og náði að vinna 1-0. Ryan Kent, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma.

Á morgun klárast 32-liða úrslitin í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner