mið 26. febrúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Guendouzi byrjaði að hata að tapa eftir karate æfingar
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, segir að það að æfa karate á yngri árum hafi gert keppnisskap hans ennþá meira.

Mohamed Guendouzi, faðir Matteo, er karate þjálfari og leikmaðurinn æfði sjálfur karate á yngri árum.

„Ég hata að tapa," sagði Guendouzi í viðtali í Frakklandi.

„Karate er bardagi. Ef þú tapar þá er það af því að einstaklingurinn fyrir framan þig er betri en þú."

„Ég hata það þegar einstaklingurinn fyrir framan mig er betri en ég."

Athugasemdir
banner
banner
banner