mið 26. febrúar 2020 12:04
Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. fær þrjá nýja leikmenn (Staðfest)
Leiknismenn unnu 2. deildina í fyrra.
Leiknismenn unnu 2. deildina í fyrra.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn í sínar raðir fyrir keppni í 1. deild í sumar. Um er að ræða markvörðinn Danny El-Hage, sóknarmanninn Tom Zurga og varnarmanninn Jesús „Chechu“ Meneses.

„Tom er 22 ára slóvenskur sóknarmaður skipti til okkar á lánssamningi frá Triglav Kranj í efstu deild Slóveníu. Á síðasta tímabili skoraði Tom 8 mörk fyrir Triglav. Tom var viðloðandi öll yngri landslið Slóveníu," segir á heimasíðu Leiknis.

„Danny El-Hage, 25 ára pólsk/líbanonskur markvörður skipti til okkar frá Lori Vana­dzor í efstu deild í Armeníu. Danny hefur að auki leikið í Svíþjóð, Líbanon, Póllandi. Hann á að baka leiki fyrir U18, U21 og U23 landslið Líbanon og verið í hóp hjá A-landsliðinu. Þá á hann einn meistartitil í farteskinu frá Líbanon. Danny er ætlað að veita Bergsteini samkeppni um markvarðarstöðuna í sumar."

Chechu spilaði síðast með Compostela í spænsku D-deildinni en hann fékk leikheimild í gær. „Chechu er 25 ára spænskur varnarmaður sem getur spilað hafsent og vinstri bak og bindum við miklar vonir við hann," segir á Twitter síðu Leiknis.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner