Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 26. febrúar 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski líklega ekki með í seinni leiknum
Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski verður frá næstu fjórar vikurnar vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í Meistaradeildinni gegn Chelsea í gær.

Lewandowski skoraði eitt og lagði upp tvö í 3-0 sigri Bayern á útivelli í fyrri leik sínum gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það er líklegt að hann muni missa af síðari leiknum gegn Chelsea sem fram fer í Þýskalandi. Sem betur fer fyrir Bayern, þá er liðið í mjög þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn.

Hinn 31 árs gamli Lewandowski er búinn að eiga magnað tímabil með Bayern. Hann er bæði markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildar Evrópu.

Athugasemdir
banner