Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. febrúar 2021 09:42
Magnús Már Einarsson
Tromsö hvetur Noreg til að sniðganga HM í Katar
Frá Katar.
Frá Katar.
Mynd: Getty Images
Norska félagið Tromsö hefur skorað á norska knattspyrnusambandið að senda ekki landslið sitt til leiks á HM í Katar á næsta ári ef það nær að vinna sér inn þátttökurétt á mótinu.

Í yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag ræðir Tromsö um þann fjölda erlendra verkamanna sem hefur látið lífið í Katar við að byggja leikvanga fyrir mótið.

„Tromsö IL hvetur norska knattspyrnusambandið til að sniðganga HM 2022. Við teljum að ef Noregur kemst áfram úr undankeppninni þá eigum við að segja nei við því að ferðast til Katar," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

„Tromsö IL ætlar heldur ekki að taka þátt í að kynna HM 2022 á samfélagsmiðlum okkar."
Athugasemdir
banner
banner
banner