Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. mars 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Burnley greiðir áfram öllum starfsmönnum sínum
Jóhann Berg er á mála hjá Burnley.
Jóhann Berg er á mála hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley mun halda áfram að borga öllum starfsmönnum sínum þó að hlé hafi verið gert á fótboltatímabilinu vegna kórónuveirunnar.

Margir starfsmenn Burnley vinna bara á leikdögum, en félagið mun áfram greiða þeim sem og öðrum starfsmönnum.

Enska úrvalsdeildin hefst ekki aftur fyrr en 30. apríl í fyrsta lagi út af heimsfaraldrinum.

„Það allra mikilvægasta hjá okkur er að sjá til þess að starfsmönnum okkar og fjölskyldum þeirra líði vel á þessum erfiðu tímum," sagði Neil Hart, framkvæmdastjóri Burnley.

Burnley hefur átt gott tímabil og var liðið í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu.

Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley en hefur lítið spilað á þessari leiktíð vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner