fim 26. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höness býst við miklum breytingum: Upphafið að nýjum heimi
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Uli Höness býst við að kórónuveirufaraldurinn muni breyta knattspyrnuheiminum næstu árin.

Hann býst við að verð á leikmönnum muni hríðlækka og ekki ná sömu hæðum aftur fyrr en eftir nokkur ár, í besta falli.

„Það mikilvægasta er að halda fólki öruggu. Ef það verður hægt að spila fyrir luktum dyrum þá getum við klárað tímabilið, sjónvarpstekjurnar eru gríðarlega mikilvægar fyrir félög um alla Evrópu," sagði Höness um fjárhagsáhrif veirunnar.

„Ég get ekki séð fyrir mér að neitt félag muni eiga efni á að borga 100 milljónir evra fyrir einhvern leikmann næstu árin. Verðmiðar leikmanna munu lækka um allan heim. Þetta gæti orðið upphafið að nýjum knattspyrnuheimi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner