Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 26. mars 2023 19:09
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars á ekki til fleiri orð til að lýsa Aroni - „Aldrei skorað þrennu nema í handboltanum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn, Arnar Þór Viðarsson, átti varla orðin til að lýsa Aroni Einari Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, eftir að hann skoraði þrennu í 7-0 stórsigrinum á Liechtenstein í Vaduz í undankeppninni í kvöld.

Eftir hrikalega slappa frammistöðu gegn Bosníu og Hersegóvínu í 3-0 tapinu á fimmtudag tók liðið sér tak og keyrði yfir Liechtenstein.

Sigurinn er sá stærsti sem Ísland hefur unnið í keppnisleik og gat Arnar Þór teki gleði sína á ný.

„Ég er rosalega stoltur af drengjunum. Eins og við vitum þá voru þetta erfiðir dagar, fimmtudagur og föstudagur, og alltaf 'tricky' að skilja það eftir og ná upp stemningu og réttu spennustigi til að spila leik aftur en það heppnaðist mjög vel í dag. Allir 24 strákarnir eiga risastórt hrós skilið hvernig þeir höndluðu það. Við bjuggumst við meiru og ætluðum okkur meira, þannig það var frábært að skora sjö mörk og ná í þessi þrjú stig. Alls ekki sjálfgefið að skora sjö mörk í leik.“

„Það er nákvæmlega það að Portúgal vinnur á heimavelli 4-0 og alls ekkert sjálfgefið að skora sjö mörk eða skapa öll þessi færi en það sýnir líka hversu góða leikmenn við eigum. Ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá erum við með góða blöndu af eldri og reyndari leikmönnum með yngri leikmönnum. Við höldum tempói-inu mjög hátt og skorum 2-3 mörk og tvö fengu að standa. Það býr til þennan farveg fyrir seinni hálfleikinn þar sem þú nærð að skapa enn fleiri færi því andstæðingurinn er orðinn þreyttur. Hann getur bara verið þreyttur ef þú nærð að spila á háu tempó-i, vinna boltann hratt aftur þegar þú tapar honum og við getum það því við erum með þessa leikmenn. Þegar maður horfir á það í seinni hálfleiknum þegar við erum að sundurspila þá með okkar ungu og efnilegu leikmönnum og ánægjulegt að sjá það að þeir eru á réttri leið,“
sagði Arnar Þór við Fótbolta.net.

Aldrei skorað þrennu nema í handboltanum

Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í leiknum en Aron Einar skoraði þrennu í 101. landsleik sínum. Hann hafði ekki skorað fyrir landsliðið í átta ár og var þá aðeins með tvö mörk í 100 leikjum áður en hann gerði þrennuna í kvöld.

„Ég held að Aron hafi aldrei skorað þrennu nema í handboltanum þegar hann var yngri. Ég talaði um það á blaðamannafundinum í gær hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið og ekki bara inni á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er ekki bara Aron heldur líka strákarnir sem eru í kringum þrítugt eru með gríðarlega reynslu og vita hvernig á að taka á þessum leikjum. Það er auðvelt að láta svona leiki fjara út og missa tempó-ið og hætta að spila hratt og pressa hratt, en þeir gerðu það frábærlega. Ég var með ansi mörg lýsingarorð um Aron Einar og ég veit ekki hvar ég á að finna fleiri og betri orð um hann. Þetta er leiðtogi liðsins og frábært að hafa hann.“

Nú er verkefninu lokið og næsta verkefni ekki fyrr en í sumar og er það gríðarlega mikilvægur gluggi.

„Ég er alveg sammála því. Við hefðum gjarnan viljað vera með fjögur stig og sex stig hefði verið frábært. Við mættum ekki alveg til leiks á fimmtudaginn og þurfum að læra af því. Við höfum talað mikið um það og skoðað mikið hvað fór úrskeiðis og ef við getum notað þann leik til að verða enn betri í júníglugganum þá er stundum allt í lagi að taka eitt skref til baka þó það hafi verið hundfúlt. Þetta verður mikilvægur gluggi og þurfum að vinna fjóra heimaleiki og þrjá útileiki til að eiga möguleika. Það verður mikilvægt að mæta til leiks 17. júní og vonandi á fullum velli.“

Ekki gaman en Arnar er með breitt bak

Mikil umræða hefur skapast um stöðu Arnars hjá landsliðinu en margir vildu hann burt eftir tapið í Bosníu. Hann segir ekki gaman þegar gagnrýnin er á þennan veg.

„Eina leiðin fyrir mig er að lesa sem minnst en auðvitað gerir maður sér grein fyrir því að það sé mikil gagnrýni. Eins og við spiluðum á móti Bosníu er eðlilegt að það sé gagnrýni á þjálfarann og ég skil það mjög vel, en það er ekkert auðvelt og maður þarf að hafa breitt bak, vera í núinu og hugsa um næsta verkefni, næsta dag, æfingu og næsta fund. Ég hef reynt að gera það saman með mínu teymi og það hjálpar að vera með þetta teymi í kringum sig og leikmenn sem eru tilbúnir til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis en það er hluti af þessu að vera gagnrýndur. Auðvitað er það ekkert gaman,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner