Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. maí 2019 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
England: Charlton fór upp á 94. mínútu
Mynd: Getty Images
Charlton 2 - 1 Sunderland
0-1 Mouhamadou Sarr ('5, sjálfsmark)
1-1 Ben Purrington ('35)
2-1 Patrick Bauer ('94)

Charlton er komið upp í ensku Championship deildina eftir sigur gegn Sunderland í úrslitaleik umspilsins.

Úrslitaleikurinn var bragðdaufur stærsta partinn en hann fór skemmtilega af stað og var Sunderland komið yfir strax á fimmtu mínútu eftir klaufalegt sjálfsmark.

Mouhamadou Sarr gaf þá sendingu á Dillon Phillips í markinu, sem missti boltann undir sig og í netið. Ben Purrington jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var bragðdaufur, líkt og sá fyrri, og virtist ætla að stefna í framlengingu. Það þurfti þó ekki að grípa til framlengingar vegna þess að þýski varnarmaðurinn Patrick Bauer skoraði á 94. mínútu eftir skelfilegan varnarleik Sunderland.

Lee Bowyer og lærisveinar hans hjá Charlton ærðust af gleði og munu spila í Championship deildinni í haust.
Athugasemdir
banner
banner