sun 26. maí 2019 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða félög hafa áhuga á Gary Martin?
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary getur fundið sér nýtt félag á Íslandi í júlí.
Gary getur fundið sér nýtt félag á Íslandi í júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin hefur gert starfslokasamning við Val og má hann byrja að leita sér að nýju liði. Hann má semja við nýtt félag á Íslandi þegar félagaskiptaglugginn opnar í júlí.

Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon töluðu um það í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær að Gary vilji vera áfram á Íslandi.

Sjá einnig:
„Gary Martin ekki einn vandamálið hjá þessu liði"

Sjötta umferðin í Pepsi Max-deildinni var að klárast í kvöld, en flestir þeir þjálfarar sem voru teknir í viðtöl eftir leikina í umferðinni voru spurðir út í það hvort þeir hefðu áhuga á að fá Gary í sínar raðir.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vilja ekki útiloka möguleikann á meðan Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, gerði það.

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA: „Ég get bara sagt nei strax."

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: „Jájá, það eru alltaf líkur á því."

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH: „Er ekki best að segja að allir möguleikar eru skoðaðir í þessu. Við erum ánægðir með hópinn og höfum ekkert verið að blanda okkur í mál Gary Martin. Hann er líflegur karakter."

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar: „Nei. Það er mjög einfalt."

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R: „Þetta er bara mál sem að við þurfum að skoða. Gary er náttúrulega góður leikmaður sem að þekkir Víking og það er ekkert launungamál að við þurfum að auka breiddina."

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK: „Við höfum lítið rætt það en ég þekki Gary ágætlega síðan í KR. Hann er góður senter og getur skorað mörk og er góður drengur. Staðan sem hann er í er í raun ótrúleg."

Túfa, þjálfari Grindavíkur: „Já og nei. Það er enginn þjálfari sem vill ekki fá góða leikmenn til sín en ég er aftur á móti mjög ánægður með hópinn minn."

Þess má geta að KA hafði áhuga á að fá hann í sínar raðir á dögunum. Gary sagðist hins vegar ekki geta boðið kærustunni sinni upp á það á þeim tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner