Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   þri 26. maí 2020 15:32
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Dortmund og Bayern: Haaland gegn Lewandowski
Leikurinn hefst 16:30
Klukkan 16:30 hefst stórleikur Borussia Dortmund og Bayern München í þýsku Bundesligunni.

Erling Braut Haaland, einn mest spennandi ungi leikmaður heims, er í byrjunarliði Dortmund en í byrjunarliði Bayern er Robert Lewandowski, ein besta 'nía' í bransanum.

Þessir mögnuðu markaskorarar hafa þeir raðað inn mörkum á þessu tímabili.

Bæjarar geta með sigri komist sjö stigum á undan Dortmund þegar sex umferðir verða eftir. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Bayern náði að endurheimta fjögurra stiga forystu sína síðar um daginn með því að vinna Eintracht Frankfurt. Liðið stefnir á að ná sínum áttunda þýska meistaratitli í röð en hann yrði sá fyrsti undir stjórn Flick en hann tók við af Niko Kovac í nóvember.

Mats Hummels, varnarmaður Dortmund, er búinn að hrista af sér meiðsli og byrjar en Jadon Sancho er eitthvað lítillega meiddur og byrjar á bekknum.

Byrjunarlið Dortmund (3-4-2-1): Burki; Piszczek, Hummels, Akanji; Hakimi, Delaney, Dahoud, Guerreiro; Hazard, Brandt; Haaland.

(Varamenn: Hitz, Sancho, Gotze, Balerdi, Morey, Can, Witsel, Schmelzer, Reyna)

Byrjunarlið Bayern (4-2-3-1): Neuer; Pavard, Boateng, Alaba, Davies; Kimmich, Goretzka; Coman, Muller, Gnabry; Lewandowski.

(Varamenn: Ulreich, Ordriozola, Martinez, Cuisance, Perisic, Hernandez, Mai, Batista, Meier, Zirkzee)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
9 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner