þri 26. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Ramsdale með kórónaveiruna
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsdale, markvörður Bournemouth, var annar af tveimur leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem greindist með kórónaveiruna í síðara prófinu sem leikmenn í deildinni gengust undir í síðustu viku.

Leikmenn fóru allir í próf á mánudaginn í síðustu viku og þá var Ramsdale ekki með veiruna. Hann greindist hins vegar með veiruna þegar hann fór í próf síðari hlutann í síðustu viku.

Hinn 22 ára gamli Ramsdale segir ekki augljóst hvernig hann smitaðist.

„Ég hef passað mig eins og þegar það var útgöngubann en það virðist vera að ég hafi fengið veiruna í búðarferð eða eitthvað slíkt," sagði Ramsdale.

Auk Ramsdale greindist einn annar leikmaður í deildinni með veiruna í síðara prófinu í síðustu viku en ekki hefur verið greint frá því hver það er.
Athugasemdir
banner
banner