Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. maí 2022 14:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nottingham Forest var sofandi risi sem er vaknaður
Robert Earnshaw í leik með Forest
Robert Earnshaw í leik með Forest
Mynd: Getty Images

Nottingham Forest er skrefi nær því að komast í enksu úrvalsdeildina en liðið leikur við Huddersfield í úrslitum umspilsins í Championship deildinni á sunnudaginn.


Robert Earnshaw fyrrum leikmaður liðsins er bjartsýnn og vonar að liðið vinni sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið hefur verið í næst efstu deild frá 2001 og ekki komist í umspilið síðan tímabilið 2009/10 en þá lék Earnshaw með liðinu.

„Það er ótrúlegt andrúmsloft í þessu félagi. Ég var þarna síðast þegar við fundum þessa orku síðast, við vorum í umspilinu tvisvar. Þetta er risa félag, það vita það allir. Þetta hefur verið sofandi risi en hann vaknaði á þessari leiktíð,"

„Með mikilli vinnusemi geta þeir komist upp í úrvalsdeild, þar sem þeir eiga að vera, stuðningsmennirnir eiga það skiliði, magnaðir stuðningsmenn um allan heim."

Forest endaði í 4. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Huddersfield.


Athugasemdir
banner
banner
banner