Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   fös 26. maí 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Calvert-Lewin ekki með Everton þegar örlög liðsins ráðast
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, hefur staðfest að sóknarmaðurinn Dominic Calvert-Lewin missi af lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vegna meiðsla.

Everton, Leicester og Leeds eru í fallhættu fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudag.

Everton er eina liðið sem er með örlögin í sínum höndum og þarf ekki að treysta á önnur úrslit. Ef liðið vinnur Bournemouth heldur það sæti sínu í deild þeirra bestu.

Ef sá leikur endar með jafntefli eða tapi Everton þá opnar það möguleika fyrir Leeds og Leicester.

Calvert-Lewin meiddist aftan í læri í jafnteflisleiknum gegn Wolves. Varnarmaðurinn Nathan Patterson varð fyrir samskonar meiðslum og missir einnig af lokaumferðinni.

Vitaly Mykolenko er tæpur fyrir leikinn en Amadou Onana er klár í slaginn og getur spilað á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner