Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 26. maí 2023 08:45
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo: Deildin í Sádi-Arabíu getur orðið topp fimm deild í heiminum
Mynd: Getty Images
Portúgalska ofurstjarnan Cristiano Ronaldo hefur fulla trú á því að deildin í Sádi-Arabíu geti orðið með fimm bestu deildum heimsins í framtíðinni.

Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu í janúar og er talinn þéna um 200 milljónir evra fyrir samning sinn þar.

Hann hefur spilað í þremur af fimm bestu deildum heimsins og er hann sannfærður um að deildin í Sádi-Arabíu eigi möguleika á að komast í þann flokk á næstu árum.

„Við erum mun betri og deildin er að verða betri. Hún verður enn betri á næsta ári,“ sagði Ronaldo við sjónvarpsstöðina Saudi SSC.

„Með hverju skrefi tel ég að þessi deild verði með fimm bestu deildum heimsins en þeir þurfa tíma, leikmenn og innviði, en ég hef trú á því að þetta land sé með ótrúlega möguleika. Það er ótrúlegt fólk hér og ég er þeirrar skoðunar að deildin eigi eftir að vera geggjuð,“ sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner