Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Elfar Freyr missir af leiknum gegn KR
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikmenn í Pepsi Max-deild karla taka út leikbann í næstu umferð sem fram fer um næstu helgi.

Varnarmaðurinn, Elfar Freyr Helgason leikmaður Breiðabliks missir af stórleik 11. umferðarinnar þegar Breiðablik heimsækir KR í Vesturbæinn á mánudagskvöldið í toppslag deildarinnar.

Elf­ar Freyr var í gær úr­sk­urðaður í eins leiks bann á fundi aga­nefnd­ar KSÍ vegna fjög­urra gulra spjalda.

Þá tekur Bald­ur Sig­urðsson, fyr­irliði Stjörn­unn­ar, einnig út leik­bann þegar Stjarn­an heimsækir ÍBV til Vestmannaeyja á sunnu­dag­inn.

Skagamaður­inn Þórður Þor­steinn Þórðar­son var úr­sk­urðaður í eins leiks bann vegna brottvísunar í leik ÍA og HK um síðustu helgi þar sem Þórður Þorsteinn fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt á skömmum tíma í 2-0 tapi liðsins.

Hann miss­ir af leik sinna manna gegn Vík­ingi á mánu­dags­kvöldið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner