Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júlí 2020 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Howe mun passa að upplýsingar berist ekki til leikmanna
Mynd: Getty Images
Eddie Howe og lærisveinar hans hjá Bournemouth geta enn bjargað sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að vera þremur stigum frá öruggu sæti.

Bournemouth þarf að leggja Everton að velli og treysta á að Watford og Aston Villa tapi sínum leikjum gegn Arsenal og West Ham.

„Strákarnir munu ekki þurfa hvatningu fyrir þennan leik, það mikilvægasta er að þeir hafi stjórn á tilfinningum sínum. Við verðum að spila leikinn rétt, án þess að spá í því sem er að gerast í hinum leikjunum," sagði Howe.

„Leikmenn verða að njóta leiksins og gera sitt besta. Við í þjálfarateyminu munum passa að engar upplýsingar úr öðrum leikjum berist til leikmanna. Við verðum að vinna þennan leik til að eiga möguleika á að bjarga okkur, það er okkar eina markmið.

„Við munum mæta grimmir til leiks og blása til sóknar. Hugarfarið mun skipta öllu máli í þessum leik."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner