Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 26. ágúst 2023 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 433 
Valur leggur fram kæru - Krefst sigurs gegn Víkingi
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

433 greinir frá því að Valur sé búinn að leggja fram formlega kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ vegna hegðunar Arnars Gunnlaugssonar í 0-4 sigri Víkings R. gegn Vali á Hlíðarenda.


Arnar var í leikbanni og sat uppi í stúku en stýrði liðinu þaðan þar sem hann var í símasambandi við aðstoðarmenn sína.

Aga- og úrskurðarnefnd hefur þegar dæmt Arnari í hag eftir að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, bað nefndina um að skoða málið. Það gæti komið önnur niðurstaða í málið eftir formlega kæru frá Val.

Nefndin telur óumdeilt að Arnar hafi komið skilaboðum og skipunum í gegnum farsíma áfram til starfsfólks og þjálfara Víkings í boðvangi. Sú framkoma feli hinsvegar ekki í sér brot gegn grein 36.1. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.

Samkvæmt upplýsingum 433 gerir Valur kröfu um að fá dæmdan 3-0 sigur sér í hag en ef KSÍ verður ekki við því þá vill Valur að leikurinn verði endurtekinn eða að Víkingur þurfi í það minnsta að greiða sekt.

Kæra Vals byggir að mestu á orðum Arnars í viðtali eftir leikinn, þar sem hann viðurkenndi athæfi sitt.

Í kærunni vitna Valsarar í ýmsar reglugerðir hjá KSÍ og FIFA og segir meðal annars í 16. lið kærunnar: „Leikbann þjálfara, sem byggir á 12. gr., hefur það í för með sér að þjálfari skal, mæti hann á leikstað, vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari hefur flautað til leiksloka. Á þessu tímabili má þjálfari ekki vera á leikvellinum, boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við lið sitt, sbr. grein 12.7.“

1. Kærandi gerir þessar kröfur:

(i) Aðallega að kæranda verði dæmdur 3-0 sigur í leik hans við kærða sem fram fór í Bestu deilda meistaraflokks karla á Origovellinum að Hlíðarenda í Reykjavík að kvöldi 20. ágúst 2023 og kærða gerð sekt.

(ii) Til vara að leikurinn verði ógiltur og kæranda og kærða gert að endurtaka hann og kærða gerð að greiða sekt.

(iii) Til þrautavara að kærða verði gert að greiða 300.000 kr. sekt.


Athugasemdir
banner
banner
banner