Crystal Palace hefur sett sig í samband við Manchester City varðandi varnarmanninn Manuel Akanji.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Palace er að skoða miðverði ef það ske kynni að Marc Guehi yfirgefi félagið áður en glugginn lokar. Palace er með það opið þar sem Guehi á aðeins ár eftir af samningi sínum og getur farið á frjálsri sölu næsta sumar.
Liverpool hefur verið að skoða Guehi og er Palace tilbúið að selja hann fyrir rétt verð.
Akanji hefur verið orðaður við Galatasaray frá Tyrklandi en Palace hefur jafnframt áhuga. Hann er ekki fremstur í goggunarröðinni hjá City.
Athugasemdir