Anthony Gordon, leikmaður Newcastle, fékk að líta beint rautt spjald þegar hans menn töpuðu á dramatískan hátt gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Undir lok fyrri hálfleiks fór Gordon í háskalega tæklingu og fór hátt með sólann í Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool. Atvikið var skoðað í VAR og fékk Gordon í kjölfarið rautt spjald.
Undir lok fyrri hálfleiks fór Gordon í háskalega tæklingu og fór hátt með sólann í Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool. Atvikið var skoðað í VAR og fékk Gordon í kjölfarið rautt spjald.
Newcastle lenti 0-2 undir en kom til baka og jafnaði einum færri. Liverpool náði hins vegar sigurmarki í blálokin.
Gordon baðst afsökunar á rauða spjaldinu eftir leikinn.
„Ég vil biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn innilega afsökunar. Ég var bara að reyna að skapa orku í leiknum en tæklingin var illa tímasett. Ég myndi aldrei reyna að tækla einhvern svona viljandi. Ég talaði við Van Dijk og hann veit það," skrifaði Gordon á Instagram. „Ég elska allt sem við stöndum fyrir sem félag, aldrei meira en núna. Ég kem betri til baka."
Athugasemdir