Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Stjörnunnar, var borinn af velli í leik liðsins gegn KR á Meistaravöllum í gær.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Fótbolta.net að Daníel sé ristarbrotinn og verði ekki meira með á þessu tímabili.
Daníel fór á sjúkrahús í gær og í ljós kom að um ristarbrot væri að ræða.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Fótbolta.net að Daníel sé ristarbrotinn og verði ekki meira með á þessu tímabili.
Daníel fór á sjúkrahús í gær og í ljós kom að um ristarbrot væri að ræða.
Lestu um leikinn: KR 1 - 2 Stjarnan
„Þetta er mjög leiðinlegt. Leiðinlegt fyrir hann, hann var að glíma við beinbjúg í sumar sem hélt honum frá vellinum. Hann er mjög mikilvægur þessu liði," segir Jökull um leikmanninn sinn.
Daníel Finns er 25 ára miðjumaður sem var í gær að byrja sinn annan leik í röð og spila sinn ellefta deildarleik. Hann spilaði ekkert í júní og júlí og ljóst er að hann spilar ekki meira á þessu tímabili.
Athugasemdir