Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Finns frá út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Stjörnunnar, var borinn af velli í leik liðsins gegn KR á Meistaravöllum í gær.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Fótbolta.net að Daníel sé ristarbrotinn og verði ekki meira með á þessu tímabili.

Daníel fór á sjúkrahús í gær og í ljós kom að um ristarbrot væri að ræða.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

„Þetta er mjög leiðinlegt. Leiðinlegt fyrir hann, hann var að glíma við beinbjúg í sumar sem hélt honum frá vellinum. Hann er mjög mikilvægur þessu liði," segir Jökull um leikmanninn sinn.

Daníel Finns er 25 ára miðjumaður sem var í gær að byrja sinn annan leik í röð og spila sinn ellefta deildarleik. Hann spilaði ekkert í júní og júlí og ljóst er að hann spilar ekki meira á þessu tímabili.
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Athugasemdir
banner