Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 11:23
Elvar Geir Magnússon
Havertz ekki með gegn Liverpool og missir af landsleikjum
Mynd: EPA
Ljóst er að Kai Havertz verður ekki með í stórleik Arsenal gegn Liverpool á sunnudag og þá mun hann missa af komandi landsleikjum Þýskalands.

Hann er meiddur á hné og ekki er enn búið að taka ákvörðun um hvort hann þurfi að gangast undir aðgerð.

Havertz meiddist gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og var ekki með í 5-0 sigrinum gegn Leeds á laugardaginn.

Þýska fótboltasambandið hefur staðfest að Havertz muni missa af leikjum gegn Slóvakíu og Norður-Írlandi í undankeppni HM. Það segir að mögulega fari hann í aðgerð.

Havertz var á meiðslalistanum frá því snemma í febrúar fram í miðjan maí á síðasta tímabili. Talið er að Arsenal hafi óttast eftir meiðsli hans núna að hann yrði lengi frá og því hafi félagið brugðist við með því að kaupa Eberechi Eze frá Crystal Palace.

Bukayp Saka verður einnig fjarri góðu gamni gegn Liverpool og mun að auki missa af komandi landsleikjum Englands.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Liverpool 2 2 0 0 7 4 +3 6
4 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
5 Nott. Forest 2 1 1 0 4 2 +2 4
6 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Everton 2 1 0 1 2 1 +1 3
9 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
10 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
12 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
13 Fulham 2 0 2 0 2 2 0 2
14 Crystal Palace 2 0 2 0 1 1 0 2
15 Newcastle 2 0 1 1 2 3 -1 1
16 Man Utd 2 0 1 1 1 2 -1 1
17 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
18 Brighton 2 0 1 1 1 3 -2 1
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir