Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 11:55
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mark og viðbrögð Rio Ngumoha - „Alveg klikkað!“
Myndavélarnar elta Rio Ngumoha.
Myndavélarnar elta Rio Ngumoha.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Liverpool og hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha upplifðu stórkostlega stund í gær þegar ungstirnið skoraði sigurmark gegn Newcastle, 2-3, í uppbótartíma. Hann varð þar með yngsti markaskorari í sögu félagsins.

„Ég er algjörlega í skýjunum. Ég er svo ánægður með að skora, sérstaklega þar sem þetta var sigurmarkið. Þvílík stund, rosaleg tilfinning," sagði Rio eftir leikinn.

„Dom (Szoboszlai) lét boltann fara milli fóta sinna og þegar ég var einn gegn markverði þá kláraði ég þetta bara. Ég heyrði stuðningsmenn hrópa nafn mitt og þetta var stórkostleg stund. Alveg klikkað!"

Rio Ngumoha kom til Liverpool á síðasta ári en hann yfirgaf þá akademíu Chelsea. Hann var þrusuflottur á undirbúningstímabilinu og nýtti sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni afar vel. Hann kom af bekknum í uppbótartímanum og gerði gæfumuninn.

Hér að neðan má sjá markið hans og viðbrögð eftir leik:



Athugasemdir