Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 11:10
Elvar Geir Magnússon
Leiknir og KR minntust Jesse Baraka Botha
Leikmenn Leiknis og KR héldu á myndum af Jesse.
Leikmenn Leiknis og KR héldu á myndum af Jesse.
Mynd: Samsett/Haukur/KR
Leiknir og KR minntust Jesse Baraka Botha, níu ára drengs sem lést úr malaríu í síðustu viku, fyrir heimaleiki sína. Hann æfði og lék fyrir yngri flokka Leiknis og KR.

„Það ríkir mikil sorg þessa dagana hjá Leiknisfjölskyldunni eftir fráfall Jesse Baraka Botha," segir á heimasíðu Leiknis en fyrir Breiðholtsslaginn gegn ÍR á laugardag var stundarþögn og leikmenn léku með sorgarbönd.

Það sama var uppi á teningnum hjá KR fyrir leik liðsins gegn Stjörnunni á Meistaravöllum en Jesse var duglegur að mæta á völlinn og fylgjast með meistaraflokkum sinna félaga.

„KR sendir fjölskyldu, vinum og aðstandendum Jesse innilegar samúðarkveðjur," segir á miðlum KR. Vinir og fjölskylda Jesse voru samankomin á báðum leikjum.

Leikmenn Leiknis og KR héldu á myndum af Jesse í liðsmyndatökum fyrir leikina.
Athugasemdir