Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
banner
   þri 26. ágúst 2025 12:11
Elvar Geir Magnússon
Napoli vonast til að klára samkomulag um Höjlund í dag
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Sky Sport Italia greinir frá því að Napoli sé að vinna að því að ganga frá samkomulagi um danska sóknarmanninn Rasmus Höjlund í dag.

Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir Ítalíumeistarana vera nálægt því að semja við Manchester United.

Napoli vill bæta við sig sóknarmanni þar sem Romelu Lukaku meiddist nokkuð illa og verður frá í rúma þrjá mánuði.

Höjlund hefur verið efstur á óskalista Napoli og félagið er nú á barmi þess að fá hann til sín. Talað er um lánssamning út tímabilið en Napoli verði svo skyldugt til að kaupa leikmanninn fyrir 45 milljónir evra ef félagið kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili.

Höjlund þekkir ítalska boltann en hann skoraði níu mörk í 32 leikjum fyrir Atalanta í ítölsku A-deildinni 2022-23.
Athugasemdir