Sky Sport Italia greinir frá því að Napoli sé að vinna að því að ganga frá samkomulagi um danska sóknarmanninn Rasmus Höjlund í dag.
Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir Ítalíumeistarana vera nálægt því að semja við Manchester United.
Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir Ítalíumeistarana vera nálægt því að semja við Manchester United.
Napoli vill bæta við sig sóknarmanni þar sem Romelu Lukaku meiddist nokkuð illa og verður frá í rúma þrjá mánuði.
Höjlund hefur verið efstur á óskalista Napoli og félagið er nú á barmi þess að fá hann til sín. Talað er um lánssamning út tímabilið en Napoli verði svo skyldugt til að kaupa leikmanninn fyrir 45 milljónir evra ef félagið kemst í Meistaradeildina á næsta tímabili.
Höjlund þekkir ítalska boltann en hann skoraði níu mörk í 32 leikjum fyrir Atalanta í ítölsku A-deildinni 2022-23.
Athugasemdir