Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. september 2020 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Ings tryggði sigur gegn löskuðu liði Burnley
Mynd: Getty Images
Burnley 0 - 1 Southampton
0-1 Danny Ings ('5 )

Sóknarmaðurinn Danny Ings var hetja Southampton þegar liðið lagði Íslendingalið Burnley að velli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley í dag vegna meiðsla.

Eftir fimm mínútur fann Che Adams liðfélaga sinn Danny Ings í teignum og Ings skoraði fyrsta mark leiksins. Ings hefur gert vel í að koma til baka eftir erfið meiðsli og hann er búinn að finna markaskóna sína í treyju Southampton.

Burnley liðið er mjög laskað þessa stundina vegna meiðsla. Sean Dyche, stjóri Burnley, ákvað að nota ekki einn varamanna í þessum leik sem segir nánast alla söguna. Burnley náði ekki að svara markinu sem kom á fimmtu mínútu og Southampton sigldi góðum 1-0 sigri heim.

Southampton er núna með þrjú stig og Burnley er án stiga.

Önnur úrslit í dag:
England: Man Utd með sigurmark eftir að flautað hafði verið af
England: Umdeild vítaspyrna tryggði Everton þriðja sigurinn í röð
England: Chelsea kom til baka eftir skelfilegan hálftíma
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner