Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 26. september 2021 15:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta um vandræði Arsenal: Þetta þurfti að gerast
Mynd: EPA
Leikur Arsenal og Tottenham hófst kl 15:30 í ensku úrvalsdeildinni.

Bæði lið hafa farið hægt af stað. Arsenal er með 6 stig eftir fimm leiki. Liðið endaði í 8. sæti á síðustu leiktíð sem er ekki ásættanlegt fyrir klúbbinn.

Mikel Arteta stjóri liðsins sagði fyrir leikinn í dag að félagið hafi gott að því að vera í þessari lægð.

„Öll lið hafa gengið í gegnum erfiða tíma, við höfum gengið í gegnum erfiða tíma síðustu 18 mánuði. Covid og mikill óstöðugleiki í félaginu hefur verið að hrjá okkur síðustu 2-3 ár," sagði Arteta.

„Það er erfið blanda til að snúa blaðinu við strax. Ég trúi því að þetta þurfti að gerast. Þetta mun gera okkur sterkari, ég finn fyrir því, stuðningsmenn, leikmenn og allir sem koma að félaginu. Við verðum mjög sterk."
Athugasemdir
banner
banner
banner