Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guy Smit að ganga í raðir Vals
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Hollenski markvörðurinn Guy Smit er að ganga í raðir Vals samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Smit var að klára sitt annað tímabil með Leikni í Breiðholti. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild á síðasta ári og átti svo mjög fínt tímabil í efstu deild. Leiknir hafnaði í áttunda sæti deildarinnar.

Hann mun þó ekki leika áfram með Leikni í efstu deild því hann kemur til með að vera í Val á næsta tímabili.

Smit er 25 ára gamall og lék með NEC og FC Eindhoven í heimalandi sínu, Hollandi, áður en hann kom til Íslands í fyrra.

Það er spurning hvernig markvarðarmálum Vals verður háttað á næsta tímabili því fyrir er þar Hannes Þór Halldórsson, besti markvörður Pepsi Max-deildarinnar. Hannes er samningsbundinn Val út næstu leiktíð.

Þess má geta að Hannes og Smit spiluðu saman hjá NEC og þekkjast því ágætlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner