Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Jón Guðni og Samúel Kári á skotskónum - Alexandra skoraði í stórsigri
Jón Guðni skoraði í jafntefli gegn Häcken
Jón Guðni skoraði í jafntefli gegn Häcken
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermanns er á toppnum
Hjörtur Hermanns er á toppnum
Mynd: Pisa
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði í stórum bikarsigri
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði í stórum bikarsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas tapaði fyrir Diego Jóhannessyni
Andri Lucas tapaði fyrir Diego Jóhannessyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingarnir minntu heldur betur á sig í Evrópuboltanum í dag en fjölmörg íslensk mörk voru skoruð.

Jón Guðni Fjóluson, varnarmaður Hammarby í Svíþjóð, skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í 1-1 jafntefli gegn Häcken en markið kom eftir hálftímaleik.

Hann fékk að dansa með boltann í teignum áður en hann lét vaða á markið og inn fór boltinn. Jón Guðni lék allan leikinn fyrir Hammarby en Valgeir Lunddal Friðriksson og Oskar Sverrisson sátu báðir á varamannabekknum hjá Häcken.

Hammarby er í 6. sæti með 34 stig en Häcken í 10. sæti með 25 stig þegar níu umferðir eru eftir.

Ari Freyr Skúlason spilaði þá allan leikinn er Norrköping vann Varberg BOIS 2-1. Norrköping er í 4. sæti með 41 stig. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg unnu þá góðan 4-2 á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni og eru nú í 5. sæti með 14 stig.

Samúel Kári skoraði í jafntefli - Alfons hafði betur gegn Viðari
Norsku meistararnir í Bodö/Glimt unnu Vålerenga 1-0 í norsku úrvalsdeildinni. Alfons Sampsted byrjaði í liði heimamanna og lék allan leikinn á meðan Viðar Örn Kjartansson byrjaði fremstur hjá gestunum.

Viðar fór af velli á 82. mínútu. Þegar 20 leikir eru búnir er Bodö/Glimt á toppnum með 41 stig en Vålerenga í 9. sæti með 27 stig.

Samúel Kári Friðjónsson var þá á skotskónum er Viking gerði 2-2 jafntefli við Molde. Samúel jafnaði leikinn fyrir Viking á 70. mínútu áður en honum var skipt af velli á 89. mínútu. Joe Bell átti laglega fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Samúel mætti og stýrði boltanum í netið. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking.

Björn Bergmann var ekki í hópnum hjá Molde sem er í 2. sæti deildarinnar með 38 stig. Viking er í 6. sæti með 32 stig. Viðar Ari Jónsson lék þá allan leikinn í 3-0 tapi Sandefjord gegn Stabæk en Sandefjord er í 11. sæti með 25 stig.

Hólmar Örn Eyjólfsson stóð þá vaktina í vörn Rosenborg sem vann Mjöndalen, 3-1. Rosenborg er í þriðja sæti með 37 stig.

Hjörtur náði stigi gegn Buffon

Varnarmaðurinn sterki, Hjörtur Hermannsson, fer vel af stað með Pisa í ítölsku B-deildinni. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Parma í dag og stóð Gianluigi Buffon á milli stanganna hjá Parma.

Hjörtur lék allan leikinn fyrir Pisa sem er á toppnum með 16 stig eftir sex umferðir.

Mikael Egill Ellertsson sat allan tímann á tréverkinu er SPAL tapaði fyrir Ternana, 1-0.

Alexandra skoraði í stórum bikarsigri

Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir skoraði þriðja mark Frankfurt í 5-0 bikarsigri á Nürnberg. Hún spilaði allan leikinn fyrir liðið sem er nú komið áfram í næstu umferð.

Kolbeinn Birgir Finnsson var þá allan tímann í liði varaliðs Borussia Dortmund sem lagði Tuerkguecue München í þýsku C-deildinni en Dortmund er í 3. sæti deildarinnar með 17 stig.

Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi rúmenska liðsins Cluj sem vann UTA Arad, 1-0. Cluj er á toppnum með 27 stig eftir tíu umferðir.

Aron Einar Gunnarsson lék þá allan leikinn í 2-0 sigri Al Arabi á Qatar SC í stjörnudeildinni í Katar. Al Arabi er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig eftir fyrstu fjóra leikina.

Andri Lucas tapaði fyrir Diego

Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði hjá varaliði Real Madrid sem tapaði fyrir Albacete, 2-0. Andri Lucas fór af velli á 57. mínútu leiksins.

Diego Jóhannesson var allan tímann í byrjunarliði Albacete en hann gekk til liðs við félagið í sumar frá Real Oviedo. Albacete er í . sæti þeirra riðli í C-deildinni með 9 stig en varalið Real Madrid í 12. sæti með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner