Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúrik segir frá leiðinlegum atburði: Mér tókst að afgreiða það
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason lenti í leiðinlegri uppákomu er hann var á Ítalíu á dögunum.

Rúrik var á göngu heim af bar um miðja nótt í Mílanó er einstaklingur réðst að honum með brotna glerflösku. Maðurinn reyndi að stela úrinu sem Rúrik var með.

Fyrrum landsliðsmaðurinn segir frá þessu í sögu sinni (e. story) á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Mjög gott að vera kom­inn aft­ur í rækt­ina eft­ir stórkostlegan tíma í Mílanó," segir Rúrik við 870 þúsund fylgjendur sína.

„Ég er reynd­ar mjög ánægður að ég er bú­inn að vera í rækt­inni svona mikið upp á síðkastið því að um miðja nótt - þegar ég var að ganga heim af bar - vildi mann­eskja stela af mér úr­inu sem ég var með. Sá aðili kom með brotna flösku, sagðist vilja úrið og reyndi að ráðast á mig en mér tókst að af­greiða það."

„Farið í ræktina, gott fólk," segir Rúrik að lokum í myndbandinu sem hann birtir.


Athugasemdir
banner
banner