Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   þri 26. september 2023 12:20
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 24. umferðar - Minnti á Leo litla Messi
Eggert Aron var magnaður gegn FH.
Eggert Aron var magnaður gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö.
Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslandsmeistaratitill Víkings var innsiglaður í þessari umferð, án þess að liðið væri að spila. Daginn eftir léku svo Víkingar gegn Breiðabliki í Kópavoginum og þar unnu Blikar 3-1 sigur.

Breiðablik á þrjá leikmenn í Sterkasta liði umferðarinnar, Anton Logi Lúðvíksson var geggjaður á miðjunni, Höskuldur Gunnlaugsson skoraði annað mark Blika og Damir Muminovic var öflugur í hjarta varnarinnar. Gríðarlega mikilvægur sigur Blika í baráttunni um Evrópusæti.



KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli en með þessum úrslitum innsiglaði Valur sæti í Sambandsdeildinni á næsta tímabili. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörk KR og besti maður Vals var markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson.

Stjarnan vann sannfærandi 3-1 útisigur gegn FH þar sem Eggert Aron Guðmundsson var stjarna sýningarinnar eins og oft áður.

„Svo gaman að horfa á hann spila. Annað markið hans minnti mann helst á Leo litla Messi. Boltinn límdur við hann og tók svo hnitmiðað skot. Gæðaleikmaður og einn sá allra besti í deildinni," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu um leikinn.

Jökull Elísabetarson er þjálfari umferðarinnar.

Í neðri hlutanum skoraði Harley Willard tvívegis fyrir KA í 4-2 útisigri gegn Fylki. Hallgrímur Mar Steingrímsson var með mark og stoðsendingu og er búinn að jafna stoðsendingametið í efstu deild.

167 daga bið Keflavíkur lauk með 2-1 sigri gegn HK. Sami Kamel skoraði sigurmarkið og var maður leiksins. Keflavík á enn tölfræðilega möguleika á að hald sæti sínu.

Þá gerðu ÍBV og Fram 2-2 jafntefli í fallbaráttuslag í Vestmannaeyjum. Sverrir Páll Hjaltested skoraði bæði mörk ÍBV en hinn ungi og efnilegi Þengill Orrason bjargaði stigi fyrir Fram í blálokin.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 23. umferðar
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner